Vörubílaframleiðsla hjá nemendum í FVA


Nemendum í FVA er margt til lista lagt. Í miðhóp í málmiðngreinum hafa nemendur unnið að áhugaverðu tilraunaverkefni. Frá þessu er greint á vef FVA.

Verkefnið fólst í því að smíða frumgerð vörubíls. Styrkleiki nemenda á hverju sviði fyrir sig var nýttur í verkefnið.

Sumir nemendur völdu til dæmis að fá að vinna við rennibekk og búa til hjólin og öxlana, aðrir völdu fræsara og fræstu til hjólaskála og þar fram eftir götunum.

Útkoman er vel heppnuð eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.