Lagt til að settar verði upp nýjar keilubrautir


Nýjar keilubrautir verða settar upp í aðstöðu Keilufélags Akraness í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu.

Tillaga þess efnis var samþykkt á síðasta fundi skipulags – og umhverfisráðs.

Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri fór yfir kostnaðaráætlun vegna hugsanlegra framkvæmda í íþrótthúsinu á Vesturgötu varðandi bætta aðstöðu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að keilubrautir verði endurnýjaðar. Áætlaður kostnaður er kr. 25. milljónir.

Keppendur frá ÍA hafa á undanförnum misserum skipað sér í fremstu röð á landsvísu í keiluíþróttinni – og þá sérstaklega í barna – og unglingaflokkum.