Kári á toppnum eftir tvær umferðir


Það gengur vel í fótboltanum á Akranesi í upphafi keppnistímabilsins 2019.

Lið Kára er á toppi 2. deildar karla í knattspyrnu þegar tveimur umferðum er lokið. Með Kára leika margir ungir leikmenn sem bíða eftir tækifærinu með aðalliðinu ÍA – sem er eins og áður hefur komið fram í efsta sæti Pepsi-Maxdeildarinnar.

Kári gerði jafntefli 1-1 gegn Þrótti úr Vogum s.l. föstudag 1-1.

Efri röð frá vinstri: Guðfinnur Leósson, Teitur Pétursson, Eggert Kári Karlsson, Birgir Steinn Ellingsen, Ragnar Leósson, Andri Júlíusson. Neðri röð frá vinstri: Aron Ýmir Pétursson, Hilmar Halldórsson, Gunnar Bragi Jóhannsson, Hlynur Sævar Jónsson og Arnleifur Hjörleifsson. 

Andri Júlíusson skoraði mark Kára og jafnaði metin á 74. mínútu.

Kári sigraði Völsung frá Húsavík 4-0 í 1. umferðinni.

Kári er með 4 stig í efsta sæti ásamt ÍR og Víði úr Garði.

Næsti leikur Kára er gegn Vestra á Ísafirði laugardaginn 18. maí