SkagaTV: „Erum þakklátir fyrir stuðninginn – erum ekki að fá leikmenn í ÍA“


ÍA og FH mætast í toppslag í 4. umferð Pepsi-Maxdeildarinnar í knattspyrnu miðvikudaginn 15. maí á Norðurálsvellinum.

Bæði lið eru með 7 stig líkt og Breiðablik en þessi þrjú lið eru í efsta sæti.

Skagamenn undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara hafa byrjað Íslandsmótið með látum. Unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli. ÍA sigraði Íslandsmeistaralið Vals 2-1 á útivelli í 3. umferð.

Skagafréttir ræddu við Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfara ÍA fyrir æfingu liðsins í dag. Þar kemur ýmislegt fróðlegt fram.

Þar á meðal að ÍA ætlar ekki að bæta við leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn lokar á morgun, ÍA ætlar að mæta FH af krafti og Jóhannes er afar ánægður með þann stuðning og áhuga sem bæjarbúar sýna liðinu. Viktor Jónsson framherji ÍA er meiddur og segir Jóhannes frá stöðu mála á markahróknum.

„Við höfum trú á styrk liðsheildarinnar, og á góðum degi getum við unnið öll þessi lið. Við ætlum að fara af krafti í leikinn sem skilar sigri, við getum sigrað FH og það leggjum við upp með.“

Smelltu á myndbandið hér fyrir neðan til að hlusta á viðtalið.