Keilusambandið heiðraði Guðmund með gullmerki


Guðmundur Sigurðsson hefur á undanförnum áratugum unnið gríðarlegt uppbyggingarstarf fyrir keiluíþróttina á Íslandi og Akranesi.

Skagamaðurinn fékk gullmerki Keilusambands Íslands á 26. ársþingi KLÍ sem fram fór um s.l. helgi. Gullmerkið fær Guðmundur fyrir störf sín í þágu keilunnar á Íslandi.

Guðmundur hefur í 20 ár unnið í hinum ýmsu nefndum eins og tækninefnd, mótanefnd og aganefnd ásamt því að sinna starfi unglingalandsliðs þjálfara um árabil.

Auk þess hefur Guðmundur unnið mikið og gott starf í þágu eigin félags. Keilufélags Akraness, og borið hag þess fyrir brjósti.

Guðmundur er hér á myndinni ásamt Jóhanni Ágúst Jóhannssyni formanni KLÍ