Aníta Sól og Veronica Líf sömdu við ÍA fram til ársins 2020


Aníta Sól Ágústsdóttir og Veronica Líf Þórðardóttir skrifuðu nýverið undir nýjan samning við Knattspyrnufélag ÍA. Aníta og Veronica hafa báðar leikið með meistaraflokki ÍA frá árinu 2013 – þrátt fyrir ungan aldur.

Þær eru því burðarásar í ungu liði ÍA og fagnaðarefni að þær taki slaginn með ÍA í uppbyggingarfasanum sem er framundan.

Aníta Sól er fædd árið 1997 og hefur spilað með meistaraflokk kvenna frá 2013. Hún á að baki 73 leiki fyrir ÍA og þrjú mörk. Hún hefur spilað átta leiki fyrir U19 landslið kvenna.

Veronica Líf Þórðardóttir er fædd árið 1997 og hefur spilað með meistaraflokk kvenna frá 2013. Hún á að baki 60 leiki fyrir ÍA og þrjú mörk.