Atli Teitur dúxaði í FVA – 74 nemendur útskrifaðir


Atli Teitur Brynjarsson hlaut viðurkenningu Fjölbrautaskóla Vesturlands fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2019. Atli Teitur var í hópi 74 nemenda sem útskrifuðust frá FVA um s.l. helgi. Frá þessu er greint á vef FVA.

Eftirtaldir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga.

 • Aðalbjörg Egilsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Þýska sendiráðið), ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands), ágætan árangur í líffræði (Íslandsbanki) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum en hún var meðal annars ein af formönnum leiklistarklúbbs skólans og Góðgerðafélagsins Eynis (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson.
 • Agnes Rós Sveinbjörnsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands).
 • Amelija Prizginaite fyrir ágætan árangur í ensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands).
 • Arna Berg Steinarsdóttir fyrir ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands).
 • Atli Teitur Brynjarsson fyrir ágætan árangur í spænsku (VS Tölvuþjónusta), ágætan árangur í stærðfræði (Skaginn 3X), ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófi (Háskólinn í Reykjavík).
 • Bergdís Fanney Einarsdóttir fyrir ágætan árangur í erlendum tungumálum (Mála- og menningardeild Háskóla Íslands), ágætan árangur í stærðfræði og raungreinum (Faxaflóahafnir), ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og ágætan árangur í íþróttum (Omnis Verslun). Einnig hlaut Bergdís verðlaun úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar fyrir framúrskarandi námsárangur í raungreinum og Menntaverðlaun Háskóla Íslands sem eru veitt nú í annað sinn til allra framhaldsskóla landsins, ein verðlaun til hvers skóla. Bergdís fær verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi og fyrir árangur á sviði íþrótta.
 • Birta Margrét Björgvinsdóttir fyrir góð störf að félags- og menningarmálum en hún starfaði meðal annars í stjórn nemendafélags skólans (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Bjarney Helga Guðjónsdóttir fyrir ágætan árangur í spænsku og ensku (Rótarýklúbbur Akraness), ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands), ágætan árangur í líffræði (Meitill GT Tækni) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum, en hún var meðal annars ein af formönnum Góðgerðafélagsins Eynis (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Bryndís Jóna Hilmarsdóttir fyrir framfarir í námi (Fjölbrautaskóli Vesturlands).
 • Elísa Sjöfn Reynisdóttir fyrir ágætan árangur í tréiðngreinum (Trésmiðjan Akur) og hvatningarverðlaun til áframhaldandi náms (Zontaklúbbur Borgarfjarðar).
 • Fríða Halldórsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Þýska sendiráðið) og ágætan árangur í stærðfræði (Fjölbrautaskóli Vesturlands).
 • Halldór Vilberg Reynisson fyrir ágætan árangur í málmiðngreinum (Blikksmiðja Guðmundar) og fyrir ágætan árangur í verklegum greinum (Katla Hallsdóttir).
 • Helena Dögg Einarsdóttir fyrir ágætan árangur í spænsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands), ágætan árangur í efnafræði (Efnafræðifélag Íslands) og ágætan árangur í líffræði (Gámaþjónusta Vesturlands).
 • Hugi Berg Þorvaldsson fyrir ágætan árangur í þýsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands).
 • Júlía Rós Þorsteinsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og ensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og ágætan árangur í líffræði (Soroptimistasystur á Akranesi).
 • Karen Þórisdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Penninn Eymundsson) og ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands).
 • Kristmann Dagur Einarsson fyrir ágætan árangur í viðskiptagreinum (Landsbankinn).
 • Ólöf Gunnarsdóttir fyrir ágætan árangur í efnafræði (Efnafræðifélag Íslands), ágætan árangur í líffræði (Elkem Ísland) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum en hún var meðal annars ein af formönnum leiklistarklúbbs skólans og Góðgerðafélagsins Eynis (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Sólveig Erla Þorsteinsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands), ágætan árangur í efnafræði (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum en hún var ein af formönnum Góðgerðafélagsins Eynis (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Ylfa Örk Davíðsdóttir fyrir framúrskarandi árangur í greinum sem tengjast heilsu (Embætti landlæknis), fyrir ágætan árangur í ensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum en hún starfaði meðal annars í stjórn nemendafélags skólans (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Þórhildur Arna Hilmarsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku (Verkalýðsfélag Akraness), ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og ágætan árangur í efnafræði og líffræði (Gámaþjónusta Vesturlands).

Námsstyrk Akraneskaupstaðar hlutu þau Atli Teitur Brynjarsson og Halla Margrét Jónsdóttir.