Lára fékk heiðursverðlaun fyrir rannóknarverkefni í barnatannlækningum


Lára Hólm Heimisdóttir er svo sannarlega að gera það gott í meistaranámi sínu í barnatannlækningum í Norður-Karólínu háskólann í Bandaríkjunum.

Lára, sem er fædd og uppalinn hér á Akranesi, fékk verðlaun fyrir rannsóknarverkefni hennar á barnatannlæknaþingi sem fram fór í Chicago um liðna helgi.

Þar voru átta rannsóknarverkefni framhaldsnema í barnatannlækningum kynnt en öll þessi verkefni höfðu hlotið Graduate Student Research verðlaunin.

Á þinginu var eitt af þessum átta verkefnum valið sem mest framúrskarandi verkefnið. Það var að sjálfsögðu Lára Hólm Heimisdóttir sem hlaut heiðursverðlaunin Ralph E. McDonald Award.

„Ég er svo þakklát fyrir allt það frábæra fólk sem stendur svo þétt við bakið á mér, án þeirra væri þetta ekki hægt,“ segir Lára Hólm við Skagafréttir.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, barnatannlæknir er yfir deildinni þar sem Lára Hólm stundar nám.

Lára er í þriggja ára meistaranámi.

Meistaraverkefni hennar ber nafnið Metabolomics Insight in Early Childhood Caries.

„Þar erum við að skoða biochemicals og metabolites og tengsl þeirra við tannskemmdir hjá ungum börnum (3-5 ára).

Sjúkdómurinn ECC er algengasti króníski sjúkdómurinn hjá þessum aldurshóp hér í Bandaríkjunum, mun algengari en astmi, offita og sykursýki,“ sagði Lára Hólm.

Ættartréð:
Foreldrar Láru Hólm eru Heimir Hallsson og Sigþóra Ævarsdóttir.
Lára Hólm á tvær systur en þær heita Harpa Hólm og Þórey Hólm.