ÍA fagnið er bókað fram til ársins 2021 – Arnar Már samdi á ný


Arnar Már Guðjónsson mun stýra ÍA fagninu næstu þrjú árin.

Miðjumaðurinn þaulreyndi skrifaði í dag undir nýjan samning við uppeldisfélagið.

Arnar Már hefur nú þegar leikið 351 leik með ÍA og skorað alls 70 mörk. Flest þeirra með þrumufleygum.

„Tímabilið í ár hefur byrjað virkilega vel og ég hef sjaldan verið hluti af jafngóðum og öflugum hóp og í dag,” segir Arnar Már í viðtali á heimasíðu Knattspyrnufélags ÍA.