Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson fékk 10 í einkunn hjá tölfræðimiðlinum WhoScored eftir lokaumferðina í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arnór skorað eitt mark og lagði upp mark sem Hörður Björgvin Gunnarsson skoraði í 6-0 sigri CSKA Moskva gegn Krilia Sovetov.
CSKA Moskva endaði í 4. sæti deildarinnar og tryggði sér sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili.
Arnór skoraði alls 5 mörk í 21 leik í deildinni og hann skoraði tvívegis í Meistaradeildinni. Gegn Real Madrid og Roma.
Morgunablaðið segir frá því að mörg lið hafi áhuga á að fá Arnór í sínar raðir. Hann er tvítugur að aldri og eiga margir von á því að hann verði seldur frá CSKA Moskvu í sumar þegar félagaskiptaglugginn opnar.
Næsta verkefni Arnórs eru landsleikirnir við Albaníu og Tyrkland á Laugardalsvelli, 8. og 11. júní, í undankeppni EM 2020.