Síðasta hópfimleikamót ársins, GK deildarmeistaramótið, fór fram í Stjörnunni í Ásgarði.
ÍA var með alls þrjú lið sem kepptu á þessu móti.
Í hverjum flokki kepptu þau sex lið sem náðu bestum árangri á mótum tímabilsins.
Keppt var í 5. flokki, 4. flokki, 3. flokki, 2. flokki, 1. flokki og meistaraflokki kvenna og karlaflokki yngri og karlaflokki eldri.
Meistaraflokkur ÍA gerði sér lítið fyrir og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum.
Æfingar liðsins má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.