Myndasyrpa: ÍA er áfram toppbaráttunni þrátt fyrir tap gegn KR


ÍA og KR áttust við í PepsiMax-deild karla í knattspyrnu í dag á Norðurálsvellinum. KR tyllti sér á topp deildarinnar með 3-1 sigri.

Framtíðarleikmenn ÍA úr 8. flokki félagsins voru himinlifandi með daginn eins og sjá má í myndasyrpunni hér fyrir neðan.

Krakkarnir fengu að ganga inn á leikvöllinn með leikmönnum beggja liða inn á Norðurálsvöllinn.

KR var 2-0 yfir í hálfleik og komst í 3-0 áður en Viktor Jónsson minnkaði muninn fyrir ÍA með glæsilegu skallamarki.

ÍA er aðeins einu stigi á eftir KR með 16 stig í 2.-3. sæti deildarinnar ásamt liði Breiðabliks.

Næsti leikur ÍA er á heimavelli næsta laugardag gegn HK sem er í næst neðsta sæti deildarinnar.

Leikurinn er hluti af Norðurálsmótinu og hefst hann kl. 14.00