Myndasyrpa: Var þetta sólríkasta Kvennahlaup allra tíma á Akranesi?


Það var mikið stuð og frábær stemning í morgun þegar Kvennahlaupið fór fram á Akranesi. Þetta er í 30. sinn sem þessi viðurður fer fram.

Eins og sjá má hér í myndasyrpunni lék veðrið við þá sem tóku þátt. Veðurblíðan á Akranesi er einstök um þessar mundir og það leyndi sér ekki að Skagamenn brosa aðeins meira en áður þessa dagana.

Elstu menn og konur muna vart eftir annarri eins veðurblíðu á Kvennahlaupsdaginn.