Myndasyrpa: Svona var stemningin á 17. júní á Akratorginu


Gríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman í dag á Akratorgi þegar 17. júní hátíðarhöldin fóru fram á Akranesi.

Veðrið lék við gesti og má skjóta því föstu að sjaldan hafi fleiri mætt á hátíðarhöldin á þjóðhátíðardegi Íslands.

Það var fjölbreytt dagskrá á Akratorginu og hér má sjá myndasyrpu frá hátíðarhöldunum.

Loftmyndirnar tók Hjalti Sigurbjörnsson.