Rakel Páls vekur athygli með frábærum flutningi á norsku lagi


„Við hafið“ er lag sem er í miklu uppáhaldi hjá söngkonunni Rakel Pálsdóttur.

Myndband af flutningi hennar af þessu norska lagi er hér fyrir neðan.

Skagamaðurinn Kristinn Gauti Gunnarsson sá um myndbandsupptökur og klippingu.

„Loksins! Þetta fallega lag er í miklu uppáhaldi og mig hefur lengi dreymt um að gefa það út sjálf. Lagið er norskt en íslenskan texta gerði vinur minn og snillingurinn hann Ævar Unnsteinn. TAKK elsku hæfileikaríka fólk ! ❤️Vona að þið njótið,“ skrifar Rakela á fésbókarsíðu sína.

Píanó: Kjartan Valdemarsson
Fiðla: Unnur Birna Björnsdóttir
Upptökustjórn, hljóðvinnsla og fleira: Róbert Steingrímsson
Myndbandsupptökur og klipping: Kristinn Gauti Gunnarsson.

Ættartréð:
Rakel er fædd á Akranesi en foreldrar hennar eru Páll Halldór Sigvaldason og Unnur Sigurðardóttir. Rakel á einn bróðir en hann heitir Flosi.












http://localhost:8888/skagafrettir/2019/06/04/rakel-med-magnada-utgafu-af-halo-i-akraneskirkju/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/02/27/ny-abreida-fra-rakel-og-arnari-58-ara-gamall-smellur-fra-elvis/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/02/19/rakel-og-arnar-fara-a-kostum-i-nyrri-abreidu/
http://localhost:8888/skagafrettir/2018/02/07/myndband-rakel-syngur-lagid-til-min-i-songvakeppninni/
http://localhost:8888/skagafrettir/2017/03/09/studboltinn-rakel-verdur-a-stora-svidinu-i-songvakeppninni/
http://localhost:8888/skagafrettir/2017/02/03/skagakonan-rakel-fer-a-kostum-i-songvakeppni-sjonvarpsins/