Íþrótta – og tómstundafélög fá 15,5 milljónir kr. í styrk


Á fundi skóla- og frístundaráðs þann 4. júní síðastliðinn var farið yfir umsóknir um styrki til íþrótta- og tómstundafélaga 2019. Ráðið vísar tillögu að úthlutun til staðfestingar í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum tillöguna um eftirfarandi úthlutun styrkja til íþrótta- og tómstundafélaga á árinu 2019:

Knattspyrnufélag ÍA/UKÍA kr. 4.265.342

Fimleikafélag Akraness kr. 3.278.169.

Sundfélag Akraness kr. 1.573.440.

Golfklúbburinn Leynir kr. 987.293.

Hestamannafélagið Dreyri kr. 591.161.

Körfuknattleiksfélag Akraness kr. 703.811.

Badmintonfélag Akraness kr. 603.61

Klifurfélagið kr. 498.646.

Vélhjólaíþróttafélag Akraness kr. 446.789.

Karatefélag Akraness kr. 357.809.

Keilufélag Akraness kr. 329.963.

Knattspyrnufélagið Kári kr. 228.827.

Þjótur kr. 176.246.

Sigurfari kr. 145.313.

Til aðildarfélaga ÍA er úthlutað samtals kr. 14.309.776 eða 91,5% af því fjármagni sem er til úthlutunar til málefnisins (15,5 mkr.) samkvæmt tilteknum forsendum.

Björgunarfélag Akraness kr. 705.607 (4,6% af fjármagninu).

Skátafélag Akraness kr. 607.967 (3,9% af fjármagninu].