Bjarni Skúli Ketilsson er bæjarlistamaður Akraness, en hann hefur haldið myndlistarsýningar víða um Evrópu en hann býr í Hollandi.
Þrátt fyrir að hann er búsettur erlendis hefur Bjarni Skúli haldið tryggð við heimahagana og þykir ekkert skemmtilegra en að rifja upp gamlar minningar frá heimabænum Akranes í gegnum verk sín.
Bjarni Skúli var á dögunum í áhugaverðu spjalli í útvarpsþættinum Segðu mér þar sem að Sigurlaug M. Jónasdóttir ræddi við Skagamanninn.
Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að hlusta á viðtalið eða á hlekkinn fyrir neðan myndina.