Stórleikur hjá kvennaliði ÍA í kvöld á heimavelli í Mjólkurbikarkeppni KSÍ


Kvennalið ÍA fær stórt prófverkefni í kvöld þegar liðið tekur á móti Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Norðurálsvellinum en hann verður einnig í beinni útsendingu á ÍATV.

Fylkir leikur í efstu deild, Pepsi-Maxdeildinni en ÍA er í toppbaráttunni í Inkasso-deildinni sem er næst efsta deild.

Það eru mörg ár síðan ÍA hefur fengið tækifæri í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar.

Helena Ólafsdóttir þjálfari ÍA segir í viðtali á heimasíðu ÍA að það sé spennandi verkefni að takast á við sterkt lið úr Pepsi-Maxdeildinni.

En hvað hefur Helena Ólafsdóttir, þjálfari að segja um leikinn í kvöld?

„Bikarleikir eru alltaf skemmtilegir og það er ljóst að annað liðið fer með sigur af hólmi. Við heimamenn erum ákveðnar í að leggja okkur allar fram og njóta leiksins og vonandi skilar það okkur sigri. Ég hef trú á mínu liði. Við höfum ungt og efnilegt lið sem á framtíðina fyrir sér,“ segir Helena.

Þjálfarinn bendir á að leikurinn í kvöld sé gott tækifæri fyrir ÍA til að máta sig við sterka leikmenn sem eru að spila í Pepsí Max deildinni.

„Stelpurnar hafa sýnt það að þær óttast ekkert og munu örugglega leggja sig allar fram í hörku bikarleik. Ég vona að stuðningsmenn ÍA mæti og styðji vel við bakið á stelpunum. Skagastelpur eiga það svo sannanlega skilið,“ segir Helena Ólafsdóttir.