Fagnaði þriggja ára afmæli götuholu með kerti á köku


„Vona að Akranesbær sjái sér fært um að koma í 3+ ára afmæli Krókatúns götu holunar. Hún stækkar og dafnar langt umfram væntingar okkar allra,“ skrifar Þorgerður Katrín Ólafsdóttir í fésbókarfærslu sem hefur vakið mikla athygli.

Þar vekur Þorgerður Katrín athygli á stórri holu sem hefur stækkað jafnt og þétt á undanförnum árum á Krókatúninu.