Lopapeysan 2019 slær öll fyrri met – mögnuð dagskrá í boði á Írskum dögum


Það styttist í stærstu tónlistarveislu ársins á Akranesi. Lopapeysan 2019 hefur slegið öll fyrri met hvað forsölu varðar.

Dagskráin er engu lík, tónlistarveisla allt kvöldið fyrir alla aldurshópa.

Miðar á Lopapeysuna 2019 renna út eins og heitar lummur – og trónir tónlistarveislan á toppi metsölulistans á midi.is.

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband frá Ísólfi Haraldssyni og félögum sem skipuleggja hátíðina samkvæmt venju.

  • Birgitta Haukdal
  • Club Dub
  • Herra Hnetusmjör
  • Stefán Hilmarsson
  • Blaz Roca
  • Albatross
  • Jónsi
  • Sverrir Bergmann
  • Ingó Veðurguð
  • Helgi Björnsson
  • Jón Jónsson
  • Friðrik Dór
  • Dj Red
  • Og hinir einu sönnu Papar.
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/07/01/myndasyrpa-svona-er-stemningin-a-lopapeysunni-spennan-magnast-fyrir-party-arsins/