Tryggvi Haraldsson og Viktor Jónsson skoruðu mörk ÍA í dag í 2-0 sigri liðsins gegn Fylki í Pepsi-Maxdeild karla í knattspyrnu.
Tryggvi skoraði fyrra markið á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Herði Gunnarssyni.
Albert Hafsteinsson lagði upp síðar mark ÍA sem Viktor Jónsson skoraði á 80. mínútu.
Með sigrinum þokaði lið ÍA sér upp í 3. sætið í efstu deild karla.