Skagamaður nýr aðstoðarbankastjóri Arion banka


Skagamaðurinn Ásgeir Helgi Reyk­fjörð Gylfa­son hefur verið ráð­inn aðstoð­ar­banka­stjóri Arion banka og mun hann hefja störf með haustinu. Um nýtt hlut­verk er að ræða innan bank­ans.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka.

Ásgeir hefur und­an­farin ár starfað sem fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs Kviku banka hf.

Hann var með­limur í fram­kvæmda­hópi um losun fjár­magns­hafta árið 2015 og áður starf­aði hann hjá MP banka sem yfir­lög­fræð­ing­ur, hjá LOGOS lög­manns­þjón­ustu í Reykja­vík og London og hjá Straumi fjár­fest­ing­ar­banka.

,,Það er mik­ill fengur fyrir okkur í Arion banka að fá Ásgeir til liðs við okk­ur. Hann býr yfir mjög góðri þekk­ingu á fjár­mála­starf­semi og því hvernig auka megi arð­semi í þeirri starf­semi í kjöl­far breytts starfs­um­hverfis banka. Ég er því sann­færður um að hans kraftar eiga eftir að nýt­ast vel í bank­anum og hlakka til sam­starfs­ins,“ segir Bene­dikt Gísla­son, nýr banka­stjóri Arion banka, en hann hóf störf 1. júlí síð­ast­lið­inn.

Foreldrar Ásgeirs Helga eru Gylfi R. Guðmundsson (fæddur 16. mars 1956) þjónustustjóri, og Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir (fædd 28. maí 1957) sjúkraliði.

Þess má geta að systir Ásgeirs Helga er Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands, starfandi dómsmálaráðherra og þingkona Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi frá árinu 2016.