Jón Gísli í U-18 ára landsliði Íslands – missir af leiknum gegn KA


Skagamaðurinn Jón Gísli Eyland Gíslason verður í U-18 ára landsliði Íslands í knattspyrnu í tveimur vináttuleikjum sem fram fara í júlí. Leikirnir fara fram 19. og 21. júlí – og eru þeir báðir í Riga í Lettlandi þar sem Ísland mætir heimamönnum.

Þorvaldur Örlygsson, fyrrum þjálfari ÍA, er þjálfari U-18 ára liðsins.

Jón Gísli hefur verið í byrjunarliði ÍA í undanförnum leikjum sem hægri bakvörður. Hann mun missa af útileik gegn KA á Akureyri þann 21. júlí.

Leikmannahópur Íslands:

Róbert Orri Þorkelsson – Afturelding
Andri Fannar Baldursson – Bologna
Anton Logi Lúðviksson – Breiðablik
Ólafur Guðmundsson – Breiðablik
Emil Brekkan – Dalkurd FF
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson – Fjölnir
Ólafur Kristófer Helgason – Fylkir
Valgeir Valgeirsson – HK
Adam Ingi Benediktsson – HK
Ari Sigurpálsson – HK
Jón Gísli Eyland Gíslason – ÍA
Davíð Snær Jóhannsson – Keflavík
Valdimar Daði Sævarsson – KR
Danijel Dejan Djuric – Midtjylland
Hannes Franklin Bergmann Bordal – Rosenborg
Orri Hrafn Kjartansson – SC Heerenveen
Guðmundur Tyrfingsson – Selfoss
Mikael Egill Ellertsson – Spal
Elmar Þór Jónsson – Þór
Baldur Hannes Stefánsson – Þróttur R