Félagsskapurinn Sterkir Skagamenn, sem hefur það að markmiði að styðja fjárhagslega og félagslega við Knattspyrnufélag ÍA, hefur náð þeim flotta áfanga að meðlimir eru orðnir 100.  

Það er enginn annar en Arnór Sigurðsson, fyrrum leikmaður ÍA og núverandi leikmaður CSKA Moskva, sem er hundraðasti meðlimur félagsins.   

Við þökkum honum og öllum þeim sem hafa skráð sig í félagsskapinn og þannig stuðlað að myndarlegum stuðingi við KFÍA. 

Félagið er í dag orðið næst stærsti fjárhagslegi bakhjarl KFÍA á eftir Norðuráli, sem einnig hefur stutt vel við bakið á KFÍA í mörg ár.

Sterkir Skagamenn eru hvergi nærri hættir að safna meðlimum og hvetja velunnara KFÍA, sem geta og vilja, að slást í hópinn.

Nánar er hægt að lesa um félagsskapinn á heimasíðu KFÍA https://kfia.is/sterkirskagamenn og félagið heldur út facebooksíðunni https://www.facebook.com/groups/SterkirSkagamenn/