„Ég get varla lýst þeirri ánægju sem þessi árangur hefur gefið mér og mínu fólki. Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir mig, gefur mér byr í seglin til að halda áfram,“ segir Rúnar Þór Gunnarsson sem landaði sínum fjórða Íslandsmeistaratitli í bogfimi nýverið.
Rúnar, sem er fæddur árið 1968, fagnaði Íslandsmeistaratitli í trissuboga um liðna helgi og hann varð einnig Íslandsmeistari í blandaðri liðakeppni.
„Keppnisaðstæður voru erfiðar vegna misvinda í Masterskeppninni. Í opna flokkum sem fór fram á laugardeginum var einnig misvinda. Í seinni umferðinni sett ég persónulegt met og endaði efstur.
Ég var ánægður með árangurinn þar sem að undirbúningurinn var ekki eins mikill og ég hefði óskað. Vegna anna og aðstæðna til að æfa. Ég sat yfir í fyrstu umferð í útsláttarkeppninni, og gat því æft tæknina í rólegheitum á laugardagskvöldinu. Á sunnudeginum sigraði ég í öllum leikjunum en pressan var mikil – ekki síst þar sem að sýnt var beint frá mótinu og öllu sem því fylgir.“
„Ég vil nota tækifærið og þakka fjölskyldu minni og velgjörðarmönnum fyrir allan þann stuðning og skilning sem þau hafa sýnt mér. Og síðast enn ekki síst vil ég þakka þeim sem kenndu mér handtökin, þið vitið hver þið eruð,“ sagði Skagamaðurinn Rúnar Þór Gunnarsson.