Golfklúbburinn Leynir fagnaði sigri í keppni í 2. deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba í dag.
Þrír klúbbar skráðu sig til keppni í þessari deild sem fram fór á Garðavelli á Akranesi.
Frá vinstri: Hildur Magnúsdóttir, Bára Valdís Ármannsdóttir, Arna Magnúsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Elín Dröfn Valsdóttir og Hulda Birna Baldursdóttir.
Leynir sigraði eins og áður segir, Nesklúbburinn varð í öðru sæti og Golfklúbbur Fjallabyggðar endaði í þriðja sæti.
Leynir og Nesklúbburinn leika því í 1. deild kvenna að ári á Íslandsmóti golfklúbba.
Í liði Leynis voru systurnar Hildur og Arna Magnúsdætur, og mæðgurnar Bára Valdís Ármannsdóttir og Arna Magnúsdóttir.
Íþróttamaður Akraness 2018, Valdís Þóra Jónsdóttir, var í liði Leynis sem var vel skipað eins og sjá má á árangri liðsins.