Það er hörkuleikur á dagskrá í Inkasso-deild kvenna í kvöld á Norðurálsvelli hér á Akranesi.
ÍA tekur á móti Fjölni úr Grafarvogi en liðin eru í 8. og 9. sæti Inkasso-deildarinnar.
Fyrri leikur þessara liða endaði með 3-1 sigri ÍA á útivelli.
Það hafa orðið margar breytingar á ÍA liðinu á undanförnum vikum. Nýtt þjálfarateymi og ungir leikmenn í aðalhlutverki hjá efnilegu liði.