Eva María Jónsdóttir tryggði ÍA mikilvægt stig í fallbaráttunni í Inkasso-deild kvenna í knattspyrnu í gær.
Eva María jafnaði metin gegn Fjölni á 84. mínútu en liðin eru enn sem áður jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar.
ÍA er með betri markatölu og vann fyrri leik liðanna 3-1 og er því með betri stöðu gegn Fjölni ef liðin enda jöfn. ÍR er langneðst með aðeins eitt stig eftir 11 umferðir.
Leikurinn var í beinni útsendingu á ÍATV sem er hér fyrir neðan.