Akranesviti dregur að sér tónlistarfólk sem kann að meta hljómburðinn


Akranesviti hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem einn áhugaverðasti staðurinn fyrir tónlistarfólk og listamenn. Hljómburðurinn í vitanum er einstakur og fagfólk á þessu sviði kann að meta það sem vitinn hefur upp á bjóða.

Hilmar Sigvaldason, Björn Lúðvíksson og fleiri góðir Skagamenn hafa á undanförnum árum unnið markvisst að því að koma Akranesvitanum á kortið. Sú mikla og óeigingjarna vinna hefur svo sannarlega skilað sér í fleiri heimsóknum ferðamanna og ekki síst listamanna.

Nýverið var tónlistarhópur sem kallar sig New Music For Strings í Akranesvita og hér má sjá myndband sem Björn Lúðvíksson tók af einu atriðinu.