Heimasíða Akraneskaupstaðar hefur fengið nýtt útlit. Verkefnið hefur staðið yfir í nokkra mánuði en þjónustuaðili Akraneskaupstaðar við hönnun og gerð heimasíðunnar er Stefna ehf.
Heimasíðan er mikið notuð og í síðustu viku var síðan með 2.424 vikulega notendur og 432 daglega notendur samkvæmt mælingu Modernus.
Akranes.is er í 25. sæti yfir mest sóttu vefina í mælingu Modernus.
Markmiðið með breytingunni er að einfalda heimasíðuna, gera hana aðgengilegri fyrir notendur og meira aðlaðandi fyrir augað.
Þá hefur heimasíðan verið að hluta til þýdd yfir á ensku og pólsku til að bæta aðgengi að upplýsingum um þjónustu Akraneskaupstaðar og almennar upplýsingar um Akranes.
Mikil vinna hefur farið fram, og stendur enn yfir, við að yfirfara innihald síðunnar með það að leiðarljósi að notendur verði fljótari að finna það sem þeir leita að.
Kassinn „Styttu þér leið“ á forsíðu síðunnar vísar til þess sem mest er leitað að af notendum síðunnar. Veftré heimasíðunnar var einnig endurskoðað þannig að yfirflokkar veiti sem besta innsýn í það sem leitað er að.