Þrengt verður að útivistarperlunni Garðalundi í nýju deiliskipulagi


Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, íbúi á Akranesi, og fyrrum formaður Íþróttabandalags Akraness hefur áhyggjur af því að þrengt sé að útivistarperlunni við Garðalund á Akranesi.

Í pistli sem Helga Sjöfn skrifar á fésbókinni vekur hún athygli Skagamanna og íbúa Akraness á fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi Skógarhverfis og Garðalundar.

Þar er lagt til að fella úr gildi fyrirhugaða stækkun Garðalundar með tilheyrandi takmörkun á útivistar – og íþróttasvæðum.

„Ég trúi því ekki að óreyndu að Skagamenn séu tilbúnir til þess að fórna möguleikum á útvíkkun þessa frábæra svæðis fyrir skammtíma hagsmuni,“ skrifar Helga Sjöfn en pistill hennar er í heild sinni hér fyrir neðan.