Gerður óskar eftir leyfi frá starfi sínu sem bæjarfulltrúi


Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna hefur óskað eftir ótímabundnu leyfi frá starfi sínu sem bæjarfulltrúi. Þetta kemur fram á vef Akraneskaupstaðar.

Gerður hefur frá síðustu kosningum árið 2018 gengt starfi fyrsta varaforseta í bæjarstjórn Akraness, formaður velferðar- og mannréttindaráðs og aðalmaður í skipulags- og umhverfisráði.

Beiðni Gerðar verður formlega afgreidd á bæjarstjórnarfundi þann 10. september næstkomandi.