Heimildarmynd og viðtal um frumkvöðlastarf Snorra Magnússonar


Skagamaðurinn Snorri Magnússon þroskaþjálfi hefur kennt ungbarnasund í 28 ár.

Snorri var í fremstu röð í sundíþróttinni á árum áður og keppti lengi fyrir ÍA – og ferill hans hófst í Bjarnalaug við Laugarbraut. Bjarnalaug kemur við sögu í myndinni eins og sjá má í myndbrotinu hér neðst í fréttinni.

Frumkvöðlastarf Snorra hefur vakið mikla athygli í gegnum tíðina. Nú er búið að gera heimildamyndin um Snorra. Myndin heitir Kaf og veitir innsýn inn í starf Snorra sem kennir ungbarnasund sex daga vikunnar.

Kaf er eftir Elínu Hansdóttur, Önnu Rún Tryggvadóttur og Hönnu Björk Valsdóttur.

Myndin verður frumsýnd 5. september í Bíó Paradís.

Eins og áður sgir er Snorri talinn mikill frumkvöðull í ungbarnasundi á Íslandi og hefur hann kennt í Skáltúnslauginni í Mosfellbæ samfellt í 28 ár við góðan orðstír.

Myndin er tekin upp í Skálatúnslaug í Mosfellsbæ.

Ítarlegt viðtal við Snorra er í Fréttablaðinu í dag.