Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust fjórar umsóknir um embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi . Umsóknarfresturinn rann út 1. september s.l. en frá þessu er greint á vef ráðuneytisins.
Ágústa Elín Ingþórsdóttir, núverandi skólameistari FVA var skipuð í embættið árið 2015 til fimm ára. Ágústa Elín er á meðal umsækjenda.
Umsækjendur eru:
Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari FVA
Steinunn Inga Óttarsdóttir, sérfræðingur hjá Félagi framhaldsskólakennara
Steingrímur Benediktsson, framhaldsskólakennari.
Þorbjörg Ragnarsdóttir, aðstoðarskólameistari FVA
Miðað er við að mennta- og menningarmálaráðherra skipi í embættið til fimm ára frá og með 1. janúar 2020, sbr. 6. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 90/2008 og laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.