„Silkimjúkur og seiðandi óður til ástarinnar“


Hreinn Elíasson og Sigurmon Hartmann Sigurðsson hafa á undanförnum misserum vakið athygli fyrir skemmtilega tónlist sem þeir hafa samið.

Pródúsera tvíeykið Congo Bongo hefur nú sent frá sér silkimjúkan og seiðandi slagara að nafninu Hearts sem nú er hægt að nálgast á Spotify, iTunes og Deezer ásamt öðrum tónlistarveitum.

„Hearts er óður til ástarinnar sem skoðar hvernig tveir einstaklingar geta tengst í gegnum eilífa ást þrátt fyrir fjarlægðir og tilfinningaflækjur úr þessum heim yfir í þann næsta” segja Hreinn Elíasson og Sigurmon Hartmann Sigurðsson um viðfangsefni lagsins.

Hægt er að fylgjast með Congo Bongo á:

https://www.congobongocreative.com

https://www.instagram.com/congobongocreative

https://www.congobongocreative.com

Sigurmon Hartmann er sonur Kolbrúnar Söndru Hreinsdóttur og Sigurður Jónssonar knattspyrnumanns – sem eru bæði búsett á Akranesi.

Hreinn Elíasson er bróðursonur Kolbrúnar. Skagamaðurinn Elías Hartmann Hreinsson, er faðir hans og Halldóra Halla Jónsdóttir frá bænum Gröf er móðir Hreins.