Álmaðurinn 2019 heppnaðist vel og verkefnið á örugglega eftir að stækka enn frekar á næstu árum. Álmaðurinn er keppni í þríþraut og helstu náttúruperlur Akraness voru keppnissvæðið.
Keppt var í hjólreiðum, fjallgöngu/hlaupi, og sjósundi. CrossFit Ægir á Akranesi stóð á bak við keppnina í ár.
Kristinn Gauti Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður frá Akranesi, gerði þetta myndband þar sem að stemningin frá keppnisdeginum kemst vel til skila.