Vetraropnun Guðlaugar lengd á ný – kröftug mótmæli skiluðu árangri


Nýverið var tilkynnt um opnunartíma Guðlaugar yfir vetrarmánuðina. Það er óhætt að segja að fyrstu tillögur um opnunartímann hafi ekki fallið í kramið hjá bæjarbúum á Akranesi, gestum og ferðamönnum.

Bæjarráð hefur snúið frá fyrri ákvörðun sinni og gefið út nýja opnunartíma fyrir veturinn 2019-2020. Þetta var ákveðið á fundir bæjarráðs þann 12. september.

Breytingin felst eins og gefur að skilja í lengri opnunartíma um helgar. Nýr opnunartími tekur gildi strax um helgina eða 14. september.

Miðvikudaga: 16:00-20:00
Föstudaga: 16:00-20:00
Laugardaga: 10:00-18:00
Sunnudaga: 10:00-18:00Aukaopnanir munu eiga sér stað í tengslum við bæjarhátíðina Vökudaga og jólin og verða þær sérstaklega auglýstar.