Kaf fær frábæra dóma – sýning í Bíóhöllinni á þriðjudag


Heimildarmyndin Kaf, verður sýnd í Bíóhöllinni á Akranesi, þriðjudaginn 17. september kl. 20.00.

Myndin er með mikla Skagatengingu og er Bjarnalaug á Akranesi í stóru hlutverki í mörgum atriðum myndarinnar.

Myndin Kaf hefur fengið frábæra dóma hjá Fréttblaðinu og Morgunblaðinu.

Myndin fjallar um ungbarnasundsfrumkvöðulinn, Snorra Magnússon, sem er fæddur á Akranesi og var í fremstu röð í sundíþróttinni á sínum tíma.

Helgi Hannesson, sundkennari á Akranesi, kemur einnig við sögu í myndinni.

Í Fréttablaðinu er niðurstaðan þessi:

Heimildarmyndin Kaf, um ungbarnasundsfrumkvöðulinn, Snorra Magnússon er heillandi, áhugaverð, undarlega notaleg og róandi bíóupplifun. Áhorfandinn fær að busla með ómótstæðilegum, litlum krílum þar sem Snorri sjálfur er mesta krúttið.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/08/31/heimildarmynd-og-vidtal-um-frumkvodlastarf-snorra-magnussonar/