Sigurhátíð í Akraneshöllinni hjá 2. flokki karla – tveir Íslandsmeistaratitlar


Það var sannkölluð sigurhátíð í Akraneshöllinni s.l. laugardag þegar sameinlegt lið ÍA/Kára og Skallagríms fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með formlegum hætti.

ÍA/Kári og Skallagrímur fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í keppni A og B liða.

Þetta er annað árið í röð sem ÍA/Kári/Skallagrímur sigrar á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla í keppni A-liða í 2. flokki.

Í þeim flokki eru leikmenn sem eru fæddir árið 2000, 2001 og 2002.

Skagamaðurinn Sigurjón T. Jósefsson tók þetta myndband á laugardaginn sem hann birti á fésbókarsíðu sinni.

A-lið ÍA/Kára og Skallagríms.
B-lið ÍA/Kára og Skallagríms.