Brot úr sögu Skagablaðsins – 2. hluti


Skagablaðið var áskriftarblað sem gefið var út vikulega hér á Akranesi á árunum 1984-1994.

Skagamaðurinn Sigurður Sverrisson var lengst af ritstjóri blaðsins og útgefandi.

Skagablaðið naut vinsælda á meðal bæjarbúa.

Sem dæmi um það á nefna að á upphafsárum Skagablaðsins var það selt í áskrift og lausasölu í rúmlega 1000 eintökum vikulega.

Skagablaðið er nú aðgengilegt á vefnum timarit.is og það er óhætt að segja að þar sé marga gullmola að finna.

Við hér á skagafrettir.is ætlum að birta á næstu vikum og mánuðum brot úr greinum og fréttum Skagablaðsins.

Íbúar á Akranesi tóku því vel þegar fyrst var byrjað að taka á móti einnota umbúðum gegn skilagjaldi.

Það eru rétt rúmlega tveir áratugir frá því að móttaka skildagjaldskyldra einnotaumbúða hófst á Akranesi.

Fjöliðjan á Akranesi var miðpunkturinn í þessu öllu saman árið 1989 líkt og í dag.

Í þessari skemmtilegu frétt úr Skagablaðinu frá því í lok ágúst árið 1989 er sagt frá þeim tímamótum þegar dós nr. 100.000 fór í gegnum flokkunarkerfi Fjöliðjunnar.

Það var enginn annar en hinn framtakssami Skagamaður Gísli Jónsson sem var í aðalhlutverki í þessari frétt.

Gísli rekur í dag myndarlegt fyrirtæki, Gísli Jónsson ehf. á Akranesi sem sérhæfir sig í ýmsu lausnum varðandi flutninga dráttarbílaþjónustu, vinnulyftur, gröfur, snjóblástur, slátt og í raun ótrúlegustu hlutum sem hægt er að leigja.