Pétur, Hallbera, Bergdís og Guðrún Íslandsmeistarar með Val


Akranes kom mikið við sögu þegar Valur fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-Maxdeild kvenna í knattspyrnu í gær. Þjálfar liðsins og þrír fyrrum leikmenn ÍA stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu 2019 í gær.

Skagamaðurinn Pétur Pétursson er þjálfari liðsins en hann ferill hans sem knattspyrnumaður var einstakur hér á Íslandi og á meginlandi Evrópu.

Hallbera Guðný Gíslasdóttir var í lykilhlutverki í liði Vals á tímabilinu en hún hóf feril sinn á Akranesi með ÍA.

Bergdís Fanney Einarsdóttir, fyrrum leikmaður ÍA, tók þátt í 9 leikjum Vals á tímabilinu en hún gekk í raðir Vals fyrir þetta tímabil.

Guðrún Karitas Sigurðardóttir, fyrrum leikmaður ÍA, var einnig í liði Vals í sumar en hún tók þátt í 9 leikjum.

Valur og Breiðablik börðust um Íslandsmeistaratitilinn í sumar en hvorugt liðið tapaði leik á tímabilinu. Valur sigraði í 16 leikjum af alls 18 og gerði 2 jafntefli.

Pétur Pétursson.
Hallbera Guðný Gísladóttir.
Guðrún Karitas Sigurðardóttir.
Bergdís Fanney Einarsdóttir.