„Gummi Bö“ hættur hjá Blikum – fékk kaldar kveðjur frá stuðningsmönnum


Guðmundur Böðvar Guðjónsson er hættur sem leikmaður Breiðabliks. Skagamaðurinn hefur leikið með liði Breiðabliks frá því í ársbyrjun 2018.

Hann lék með ÍA á árunum 2006-2012 og snéri á ný í ÍA árið 2017 þar sem hann lék 10 leiki í efstu deild..

Hann gerði tveggja ára samning við félagið í janúar 2018 en hann lék með Fjölni undir stjórn núverandi þjálfara Breiðabliks, á árunum 2013-2016.

Samkvæmt Hlaðvarpsþættinum Dr. Football hafa stuðningsmenn Breiðabliks sýnt óvild í garð Guðmundar í mörgum leikjum liðsins í sumar.

Stuðningsmenn Breiðabliks sýndu Guðmundi mikla óvirðingu þegar hann kom inná í leik gegn Stjörnunnar á dögunum. Baulað var á Guðmund Böðvar og var það dropinn sem fyllti mælinn hjá Guðmundi.

Hjörvar Hafliðason, umsjónarmaður Dr. Football veltir því fyrir sér af hverju stuðningsmenn Blika séu að ráðast á mann, sem hefur lítið haft með árangur liðsins að gera.

Fjallað er um málið á vef DV í dag.

Og hér fyrir neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn Dr, Football.