Mildi að ekki fór verr – stolnum bíl ekið á ofsahraða


Það fór betur en á horfðist í gær þegar lögreglan á Vesturlandi veitti ökumanni á stolnum bíl eftirför í gær. Bílnum var stolið við Gamla Kaupfélagið í gær.

Ökumaðurinn skapaði mikla hættu á leið sinni út úr bænum þar sem hann ók á allt að 140 km. hraða í átt að hringtorginu við Hvalfjarðargöng. Mikil umferð var á þessum tíma.

Bifreiðinni var ekið á ofsahraða í gegnum hringtorgið og fór í áttina að Melahverfi þar hann ók bifreiðinni útaf.

Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild HVE til skoðunnar. Hann reyndist ekki slasaður og var vistaður í fangaklefa að skoðun lokinni. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áhrifum ávana- og fíkniefna.