Slökkviliðsmenn óska eftir styrk til endurmenntunar á „Rauða hananum“


Félag slökkviliðsmanna á Akranesi og Hvalfjarðarsveitar hefur óskað eftir 750.000. kr. styrk frá Akraneskaupstað vegna náms – og kynningarferðar sumarið 2020.

Fimmtán manna hópur úr félaginu ætlar að fara á sýninguna Rauða hanann sem fram fer í borginni Hannover í Þýskalandi um miðjan júní á næsta ári.

Á sýningunni fer fram kynning á ýmsum tækjum og tólum sem tengjast starfi þeirra.

Einnig eru fyrirlestrar og ráðstefnur á Rauða hananum þar sem fjallað er um nýjustu tækni og aðferðir slökkviliða í Evrópu og víðar.

Afgreiðslu málsins var vísað til fjárhagsáætlunar 2020 á síðasta bæjarráðsfundi.