Haukur Andri og Logi Mar í U-15 ára liði Íslands sem keppir í Póllandi


Haukur Andri Haraldsson og Logi Mar Hjaltested leikmenn 4. fl. ÍA í knattspyrnu fá tækikfæri með landsliði Íslands skipað leikmönnum 15 ára og yngri á næstunni.

Þeir eru báðir í landsliðshópnum sem tekur þátt á UEFA Development móti í Póllandi dagana 20.-25. október.

Haukur Andri fetar þar með í fótspor bræðra sinna Hákons Arnars og Tryggva Hrafns sem hafa báðir leikið með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu. Foreldrar Hákons eru Jónína Víglundsdóttir og Haraldur Ingólfsson.

Logi Mar er í hópi efnilegustu markvarða landsins. Foreldrar hans eru Dóra Björk Scott og Lárus Hjaltested. Þess má geta að Dóra Björk var í hinu öfluga Team Rynkeby hjólreiðaliði Íslands 2019.

Þess má geta að Skagamaðurinn Lúðvík Gunnarsson er landsliðsþjálfari U15.

Ísland mætir Póllandi, Rússlandi og Bandaríkjunum á þessu móti í Póllandi.

Haukur Andri er hér annar frá vinstri og Logi Már er næst lengst til hægri.