Járnblendiverksmiðja Elkem á Grundatanga skilaði miklum hagnaði 2018


Járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga er einn af stóru vinnustöðum íbúa á Akranesi.

Verksmiðjan hefur verið stór þáttur í atvinnulífi Akurnesinga allt frá árinu 1979 eða í fjörtíu ár.

Í frétt Viðskiptablaðsins kemur fram að hagnaður járnblendiverksmiðju Elkem hafi fjórfaldast á síðasta ári, 2018.

Hagnaðurinn nam um 2,7 milljörðum kr. eða sem nemur um 7,4 milljónum kr. á dag.

Gestur Pétursson var framkvæmdastjóri Elkem Ísland ehf., á síðasta ári, en norska félagið Elkem ASA er eini hluthafi félagsins.

Frétt Viðskipablaðsins er hér í heild sinni.