Brynjar Már hefur lokið keppni á HM U-19 ára í Rússlandi

Skagamaðurinn Brynjar Már Ellertsson hefur á undanförnum dögum dvalið í borginni Kazan í Rússlandi þar sem að heimsmeistaramót 19 ára og yngri í badminton fer fram.

Það er mikið afrek að komast á sjálft heimsmeistaramótið og fer þessi keppni í reynslubankann hjá einum efnilegasta badmintonleikmanni landsins.

Brynjar Már og Karolina Prus komust í gegnum 1. umferð í tvenndarleik – en þau féllu síðan úr leik gegn pari frá Tékklandi.

Brynjar Már keppti einnig í einliðaleik og tvíliðaleik. Brynjar Már Elllertsson mætti

Alex Lanier frá Frakklandi var mótherji Brynjars í einliðaleiknum og hafði Frakkinn betur, 21-5 og 21-6.

Í tvíliðaleiknum lék Brynjar Már með Andra Broddasyni. Þeir léku gegn Skotunum Miachael Mcguire og Callum Smith. Sá leikur endaði 21-14 og 21-9 fyrir Skotana.