Skagamenn lönduðu sínum fyrsta sigri í 2. deild karla í körfuknattleik í gær þegar liðið tók á móti liði Stálúlfs.
Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka.
Sóknarleikur var það eina sem var í boði í þessum leik.
Staðan í hálfleik var 70-64 og lokatölur 143-124
Þetta var fyrsti sigur ÍA í fyrstu þremur leikjunum á Íslandsmótinu. Stálúlfur hefur tapað öllum þremur leikjunum.
Ingimundur Orri skoraði 59 stig fyrir ÍA og er þetta annar leikur hans í röð þar sem hann skorar yfir 50 stig. Þjálfari ÍA og leikmaður, Chaz Franklin, skoraði 51 stig fyrir ÍA.
Sindri Leví Ingason lék með Stálúlfi í þessum leik en hann er fyrrverandi leikmaður ÍA. Sindri Leví var næst stigahæstur með 22 stig í liði gestanna.
Lið ÍA er skipað mjög ungum leikmönnum í bland við eldri og reyndari leikmenn.
Hér fyrir neðan er myndasyrpa sem Jónas Ottósson tók á leiknum í gær.