Hver tekur við liði Kára? – félagið auglýsir eftir nýjum „stjóra“


Breytingar verða á þjálfarateymi Kára á næstu leiktíð. Félagið auglýsir eftir aðalþjálfara en þetta kemur fram á fésbókarsíðu Kára.

Knattspyrnufélagið Kári leikur í 2. deild Íslandsmótsins í karlaflokki en liðið endaði í 10. sæti deildarinnar.

Ingimar Elí Hlynsson tók við þjálfun liðsins um mitt tímabil en Lúðvík Gunnarsson og Sigurður Jónsson hafa einnig komið að þjálfun liðsins.

Kári hefur frá árinu 2014 þokað sér upp um deildir á Íslandsmótinu. Í ár keppti liðið í þriðju efstu deild annað árið í röð.