Skagamaður nýr umsjónarmaður fasteigna í Hvalfjarðarsveit


Hlynur Sigurdórsson, rafvirkjameistari á Akranesi, var á dögunum ráðinn sem umsjónarmaður fasteigna hjá Hvalfjarðarsveit.

Frá þessu er greint á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.

Á undanförnum tveimur áratugum hefur Hlynur rekið fyrirtækið sitt Rafþjónustu Sigurdórs. Hann seldi fyrirtækið fyrir nokkru síðan.

Hlynur hefur þegar hafið störf hjá Hvalfjarðarsveit.

Hvalfjarðarsveit varð til 1. júní 2006 með sameiningu fjögurra hreppa sem oft voru kallaðir „hrepparnir sunnan Skarðsheiðar.” Þetta voru Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur, Leirár- og Melahreppur og Innri-Akraneshreppur.

Hvalfjarðarsveit nær frá Hvalfjarðarbotni í austri, Skorradal í norðri, Borgarfjarðarbrú í vestri og Akranesi í suðri.

Í sveitarfélaginu búa um 650 íbúar. Þar eru nokkrir þéttbýliskjarnar. Melahverfið, Hlíðarbær og sá þriðji er Krossland sem er í uppbyggingu.

Íbúafjöldi í Hvalfjarðarsveit frá árinu 1998:


Ár

Alls

Karlar
 
Konur
2019647338309 
2018658338320 
2017647329318 
2016625328297 
2015644334310 
2014626322304 
2013619330289 
2012637343294 
2011630343287 
2010635342293 
2009641349292 
2008686393293 
2007608345263 
2006605340265 
2005560307253 
2004562311251 
2003548297251 
2002557297260 
2001555296259 
2000547293254 
1999538295243 
1998545297248